GERÐARSAFN
Gerðarsafn er nútíma og samtímalistasafn í Kópavogi. Gerðarsafn býður upp á fjölbreytt sýningarhald á verkum íslenskra og erlendra samtímalistamanna samhliða sýningum úr safneign. Starfsemi safnsins endurspeglar stöðu þess sem eina listasafn landsins stofnað til heiðurs listakonunni Gerði Helgadóttur (1928-1975). Á safninu er gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða og leggur safnið áherslu á að koma til móts við fólk með sérþarfir.

Smiðjukassar

Smiðjukassar standa safngestum til boða í móttöku safnsins, til afnota
á meðan heimsókn stendur, og fylgir frítt með hverjum greiddum aðgangi. Árskorthafar geta nálgast smiðjukassa í hverri heimsókn á safnið. Í smiðjukassanum er efniviður til listsköpunar og geta gestir notið samverustunda í Stúdíói Gerðar með skapandi verkefni í höndunum. Þrír mismunandi kassar eru í boði með ólíkum efnivið
Teiknileikir: blöð, póstkort til að teikna á, litir, yddari, strokleður, litaformrgerð: lituð blöð, lím, pappírssogrör, form. Smiðjukassarnir eru sótthreinsaðir eftir hverja notkun (Gerðarsafn,
e.d).

Skólahópar

Í skólaheimsókn þar sem yfirstandandi sýningar og safneign Gerðarsafns er grunnur að samtali um myndlist, túlkun og skapandi hugsun. Boðið er upp á leiðsagnir og smiðjur fyrir nemendur af öllum skólastigum. Safnið býður upp á leiðsögn um yfirstandandi sýningar alla virka daga skólum að kostnaðarlausu. Heimsóknin tekur um klukkustund en semja má um styttri eða lengri heimsókn sé þess óskað. Leiðsagnir eru eftir samkomulagi og eru skólum að kostnaðarlausu. (Gerðarsafn, e.d).

Sýningar

Grunnsýning Gerðar er í gangi á neðri hæð safnsins en á efri hæð eru breytilegar sýningar nútímalistamanna með tengingar við Gerði Helgadóttur.

Heimildir

Gerðarsafn. (e.d.). Forsíða. https://gerdarsafn.kopavogur.is/

Ljósmyndir teknar af höfundi í heimsókna á safnið.

Gerðarsafn var valinn staður í jaðri Borgarholtsins austanvert við Kópavogskirkju. Til að samræma þessar tvær byggingar var safnhúsinu skipt í tvær smærri einingar sem eru í raun tvö sjálfstæð hús, tengd með glerbyggingu. Gluggar á efri hæð safnsins voru hafðir hringlaga með bogadregið form kirkjuþaksins í huga. Aðalinngangur í safnið er á efri hæð að norðanverðu. Sýningarsalirnir á efri hæð eru tveir og milli
salanna er loftbrú sem tengir sýningarrými þeirra. Á neðri hæð er kaffihús undir glerhúsi og fjölnotasalur.
Gerðarsafn var opnað 17. apríl 1994 og við opnun safnsins var greint frá þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs að byggja menningarmiðstöð í nágrenni safnsins. Í kjölfarið voru byggðar Menningarstofnanir Kópavogs; Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Salurinn Tónlistarhús (Gerðarsafn, e.d)

Barnastarf - Stúdíó Gerðar

Stúdíó Gerðar er opið fræðslurými þar sem börnum, fjölskyldum og öðrum gestum gefst færi á að njóta samverustunda, fræðast og skapa saman. Í Stúdíói Gerðar eru haldnar fjölbreyttar smiðjur í tengslum við sýningar safnsins og sem hluti af fjölskyldustundum. Menningarhúsanna í Kópavogi. Þar er einnig tekið á móti skólahópum í tengslum við leiðsagnir og boðið upp á styttri smiðjur sem miða að aldri og getu hvers hóps fyrir sig.

Next
Next

Safnahúsið - Listasafn Íslands