Rúrí
Þuríður Rúrí Fannberg er fædd 20. Febrúar 1951. Faðir hennar var Árni Fannberg, framkvæmdastjóri Kúlulegasölunnar og móðir hennar er Sigríður Fannberg, sem var mestmegnis heimavinnandi en hafði unnið áður við verslunarstörf. Rúrí er þriðja barn í röð átta systkina. Systkinin vorum alin upp við jafnræði að hennar sögn og gengu í öll störf heimilis og atvinnu eftir því sem þroski og aldur leyfðu. Við fæðingu var henni gefið nafnið Þuríður Fannberg en strax í upphafi festist gælunafnið Rúrí við hana. Í dag ber hún nafnið Þuríður Rúrí Fannberg eftir nafnabreytingu í þjóðskrá. Hún er eina systkinið sem hefur lagt myndlistina fyrir sig Bergþóra Njála Guðmundsdóttir (2006).

Rúrí gekk í Vesturbæjarskóla og í framhaldi Miðbæjarskóla. Við lok grunnskóla lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík. Henni varð fljótt ljóst að hún vildi fara í myndlist um leið og hún kláraði stúdentspróf sitt. Viðhorf samfélagsins á þessum tíma var neikvætt gagnvart því og litið á að listin væri sniðug sem áhugamál og talið var að einungis skrýtið og latt fólk færi þessa leið. Rúrí fór í Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1971 til ársins 1974 en hætti eftir þriðja árið og sagði sig úr skólanum ásamt nokkrum samnemendum vegna skoðunar um að þau álitu stjórn skólans allt of íhaldssama. Þaðan fór hún í Iðnskólann í Reykjavík og nam járnsmíði og var þar frá 1974 – 1975, þar sem hún vildi bæta við sig verkkunnáttu. Þrjár konur voru í námi í þeirri deild það árið á móti hundrað karlmönnum. Haustið 1976 hélt Rúrí til Hollands þar sem hún sótti myndlistarskóla í Haag í tvö ár. Hún stúderaði við Skulptur - objekt og film - video deildir skólans Bergþóra Njála Guðmundsdóttir (2006).
Menntun
Störf sem Rúrí hefur unnið við eru mismunandi og eru sem dæmi umbrot í samvinnu við Sirrí Braga, smíðar og við þangskurð á Breiðafirði, járnsmíði hjá Sindrasmiðju, húsaviðgerðir í Kaupmannahöfn og víðar, kennari og skólastjóri í Flatey á Breiðafirði Halla Harðardóttir (2015), smíðað skartgripi úr áli. Í gegnum mismunandi störf og feril sinn hefur Rúrí safnað að sér víðtækri reynslu ásamt að kynntast fagfólki sem hún leitar enn til þegar henni vantar sérfræðiþekkingu eða jafnvel vinnu og náð að mynda góðar tengingar við fólk á svipuðum nótum og hún hérlendis og í öðrum löndum.
Mismunandi störf
Um svipað leyti og Rúrí yfirgaf Myndlistaskólann vakti hún athygli fyrir gjörninga sína. Einn þeirra gjörninga var Mercedes Bens bifreið sem búið var að gylla og stóð á Lækjartorgi. Þrátt fyrir að bifreiðin hafi kostað hana aleiguna réðst Rúrí til atlögu við hana með sleggju, braut hana og bramlaði Bergþóra Njála Guðmundsdóttir (2006). Annar gjörningur sem hún flutti á 1. desemberfagnaði háskólastúdenta í Háskólabíói sama ár, vakti mikla eftirtekt. Rúrí klæddist þá upphlut, svunta og skyrta voru í bandarísku fánalitunum og í stað stokkabeltisins lá gyllt skothylkjabelti að hætti hermanna um mitti hennar. Annað hefðbundið skart búningsins, borðar, millur og skúfhólkur var gert úr smámynt og plastglingri og í hrópandi andstöðu við svört klæðin sem það prýddi.
Rúrí er þekkt fyrir útilistaverk sín eins og Regnbogann við flugstöðina í Keflavík og Fyssu í Grasagarðinum í Reykjavík, einnig innsetningar eins og Glerregn sem sýnt var vorið 2001 í Listasafni Íslands og Paradís? – hvenær? Sem sýnd var á Kjarvalsstöðum 1998. Listaverk hennar hafa verið sýnd á alþjóðlegum vettvangi, m.a. víða í Evrópu, í Ameríku og Asíu. Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2003 þar sem verk hennar Archive-Endagered waters um íslenska fossa vakti mikla athygli og hlaut umfjöllun á alþjóðlegum vettvangi. Eyjabakkagjörningur árið 1999 er einnig vel þekktur, þar sem fjöldi listamanna tók þátt með Rúrí sem tók hugmyndalegan þátt í átökum nútímans. Margir komu þarna upp á hálendi og báru steina með orðum þjóðsöngsins. En á þessum tíma hafði verið mótmæli heilan vetur utan við Alþingishúsið en lítil umfjöllun um þau í fjölmiðlum, þarna var almenningur farin að missa vonina um hvort hægt væri að hafa áhrif á hvernig væri verið að koma fram við landið okkar og hvort þau hefðu í raun rödd. Gjörningurinn hafði áhrif eins og lykill í skráargat þar sem almenningur fékk innblástur og urðu dagleg mótmæli á Austurvelli. Samstarfsverkið Tileinkun var gjörningur og innsetning tileinkað minningu þeirra stúlkna og kvenna sem voru líflátnar í Drekkingarhyl á 17. og 18. öld fyrir þær sakir að verða þungaðar og ala börn utan hjónabands. Verkið var flutt í og við Drekkingarhyl á Þingvöllum 5. september 2006 í tengslum við sýninguna Mega vott. Gjörningurinn tók 90 mínútur í flutningi og flutti hún það í samstarfi við nokkra listamenn. Rúri hannaði og bjó einnig til Kærleikskúluna sem kom út árið 2005. Hana nefndi hún Án upphafs – án endis og ræddi um að verkið vísaði til að kærleikurinn ætti sér hvorki upphaf né endi, hann væri óskilyrtur, óendanlegur og að hann sé líkt og fossinn sem rennur án afláts, hann er. Þess vegna sé hin fullkomna kúla hvorki með upphaf né endi, líkt og hnötturinn okkar, Jörðin er ein samfelld heild Birna Þórðardóttir (2005).
Gjörningar og list
Sýn Rúrí
Verk hennar eru hugmyndafræðilegs eðlis, en eru sett fram með margvíslegri tækni, svo sem skúlptúr, innsetningar, margmiðlunarverk, gjörningar, bókverk, kvikmyndaverk, videoverk, ljósmyndaverk, hljóðverk, blönduð tækni tölvuvædd og gagnvirk verk. Sýn hennar á myndlist er að hún hafi alltaf verið hluti af kapítalískum heimi en það sé ekki það sem myndlistin snúist þó um. Myndlist að hennar mati snýst um önnur gildi sem séu mun dýpri en peningar og mammon. Gildin séu huglæg eins og tilfinningar, ást, umhyggja, siðferði, gagnkvæm virðing gangvart náttúrunni, öðru fólki og þjóðum. Hún telur gjörningaformið hafa hentað sér vel mögulega vegna þess hve illa það passar inn í markaðsvæðingu listarinnar. Að hennar mati er list heimspeki sem að listamaðurinn þurfi að túlka í efni sínu. Hún vill þó ekki binda sig við einn miðil í list sinni Halla Harðardóttir (2015).
Rúrí og samtímalistamenn
Samtímalistamenn Rúrí eru meðal annars rithöfundar, tónskáld, myndlistarmenn sem eru síður þekktir fyrir grafíkverk sín, frekar fyrir málverk, þrívíð verk, innsetningar, gjörninga, ljósmyndaverk eða vídeólist og eru meðal annars Arnar Herbertsson, Birgir Andrésson, Björk Guðmundsdóttir, Dieter Roth, Eygló Harðardóttir, Georg Guðni, Guðjón Ketilsson, Hallgrímur Helgason, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hrafnhildur Arnardóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Katrín Sigurðardóttir, Kristján Daviðsson, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Megas, Rúna Þorkelsdóttir, Sigurður Árni Sigurðsson, Sigurður Atli Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Þóra Sigurðardóttir og Valgerður Guðlaugsdóttir Listasafn Ísland (2018). Þessir listamenn koma úr ýmsum áttum með mjög ólíkan bakgrunn en rödd og lífsýn sem vert er að skoða.
Heimildir
Bergþóru Njálu Guðmundsdóttir. (2006,15.janúar). Köllun, þörf eða klikkun. Köllun, þörf eða klikkun (mbl.is)
Jórunn Sigurðardóttir og Kunz, Keneva. (1998). Paradís? – Hvenær?. Kjarvalsstaðir, Listasafn Reykjavíkur. 1998ruriparadis-hvenaer.pdf (listasafnreykjavikur.is)
Rúrí. (2022). Gjörningar. Ruri.is. Gjörningar | Rúrí (ruri.is)
Listasafn Íslands. (2018). Ýmissa kvikinda líki. Íslensk grafík 11.5.2018 – 23.9.2018. Ýmissa kvikinda líki | Listasafn Íslands
Júlíana Gottskálksdóttir og Ólafur Kvaran. (2011). Íslensk listasaga. Frá síðari hluta 19.aldar til upphafs 21.aldar, landslag, rómantík og symbólismi. Forlagið og Listasafn Íslands.
Halla Harðardóttir. (2015, 3.maí). Það getur enginn keypt regnbogann. Fréttatíminn, tbl. , bls.34-36. Fréttatíminn - 17. tölublað (01.05.2015) - Tímarit.is (timarit.is)
Birna Þórðardóttir. (2005, 1. september). Kærleikskúla styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Árið 2005. Tímarit Öryrkjabandalags Íslands. 2.tölublað, bls.38-39. Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 2. tölublað (01.09.2005) - Tímarit.is (timarit.is)