Muggur - Guðmundur Thorsteinsson 1891 - 1924

Fjölskylduhagir

Muggur er fæddur á Bíldudal 5.september 1891  og var skírður Guðmundur  Thorsteinsson,  hann var sonur athafnamannsins Péturs J. Thorsteinssonar og Ásthildar Guðmundsdóttur. Muggur átti sex systur og þrjá bræður þá Samúel, Gunnar og Friðþjóf og voru þeir knattspyrnumenn. Árið 1903 fluttist fjölskyldan til Kaupmannahafnar er Muggur var 12 ára.

Menntun

Hann hóf nám í Teknisk skole sem var undirbúningsskóli fyrir listamenn og lærði svo myndlist við Konunglega listaháskólann á árunum 1911–1915. Ferill hans sem listamaður náði þó aðeins tæplega tíu árum en 1924 lést hann úr berklum þá einungis 33 ára gamall Tímarit.is (1991). Muggur giftist Inger Nau rog bjuggu þau í íbuð sem faðir hans hafði útbúið þeim, samband þeirra entist ekki lengi. Muggur lést á Sollerod á Sjálandi 26.júli 1924 Jón Kr. Ólafsson (1981).

Á stuttum ferli sínum náði hann þó að skapa einstakan og persónulegan myndheim. Stíll hans var natúralískur og frásögn oftar en ekki í fyrirrúmi, verk hans einkennast af fjölbreytileika og leit að listrænu frelsi Listasafn Íslands (2022).  Aðferðir Muggs í list sinni fann hann farveg með ólíkum miðlum og aðferðum. Hann teiknaði með blýanti, krít og penna, vatnslitaði, málaði með olíulitum, bróderaði, saumaði, gerði klippimyndir úr pappír  og skar út í tré Listasafn Íslands (2022).   Muggur lét sér þó ekki nægja að skapa list með höndunum, heldur var hann líka leikari og söngvari. Hann lék á sviði og söng gamanvísur en hann fór einnig með hlutverk Orms Örlygssonar sem var aðalhlutverkið í kvikmyndinni Saga Borgaraættarinnar sem frumsýnd var árið 1920 Icelandictimes.com (2021). Mugg er lýst sem léttari og lífsglaðir einstakling og listamanni en hinum gömlu meisturunum, að hann hafi ekki verið  fókuseraður, svolítill rugludallur og að ekki hafi verið macho orka í kringum hann. Ragnar Kjartansson lýsir einnig ævi hans sem frekar léttri miðað við líf Kjarvals, þar sem að faðir hans hafði næga peninga svo hann gat ferðast og uppfyllt þrár sínar eða þangað til að faðir hans varð gjaldþrota og er Muggur fékk berkla. Ragnar lýsir Mugg sem vita sínum í gegnum sinn feril og vinnslu þar sem hann heimsækir leiði Muggs fyrir ráðleggingar Rás 1 (2021) Árið 1921 stofnaði hann teikniskóla í Reykjavík og rak hann í tvo vetra eða til ársins 1923. Þar kenndi hann bæði fullorðnum og börnum. Meðal nema hhá honum voru málararnir Gunnlaugur Scheving (1904-1972), Jón Engilberts (1908-1972) og Sveinn Þórarinsson (1899-1977) Júlíana Gottskálksdóttir og Ólafur Kvaran. (2011).   

Samtímalistamenn

Listasamferðarmenn Muggs voru meðal annars Ásgrímur Jónsson íslensk náttúra var frá upphafi aðalviðfangsefni Ásgríms og með starfi sínu lagði hann grunninn að íslenskri landslagslist en hann vann einungis við að mála myndir, Ásmundur Sveinsson, Kjarval, Finnur Jónsson,  Kristín Jónsdóttir máluðu landslög, klassík og þjóðerni með nýjum stílrænum forsendum í túlkun sinni og Einar Jónsson var í skúlptúrslist. Munur á honum og þessum upptöldu listamönnum er léttleiki og barnslegt yfirbragð hans meðan meiri þungi og alvarleiki hvílir yfir verkum hinna ásamt því að hvað hann var fjölbreyttur í listsköpun sinni. Muggur er talinn vera fyrsti húmoristinn í íslenskri myndlist en skopleg hversdagsleg smáatriði í verkum hans eins og vegskilti sem vísar veginn í Sálin hans Jóns míns eru merki þess  Á meðan Muggur læddi inn kímni og kátbrosleika, var óakademískur, frjáls, hirti minna um fegrun en dró frekar fram sérkenni í verkum sínum meðan Ásgrímur staldrar við ákveðin atriði og hápunkt sagnanna Júlíana Gottskálksdóttir og Ólafur Kvaran. (2011).  Hart var hjá flestum samtíma listamönnum hans sem höfðu flestir styrktaraðila til að fjármagna nám þeirra og uppihald meðan þeir námu list sína en Muggur bjó þó við nægtir sem sjá má í gegnum nám hans og ferðalög.

Stíláhrif

Stíláhrif Muggs eru meðal annars ljóðrænn og ljúfur andblær sem minnir á teikningar Pedersen og Frølichs. Einnig tel ég að myndskreyttu bækurnar eftir H.C Andersen sem hann hafði aðgang að og þýska vikuritið Simplicissimus og  safnrit Asbjørnsen og Moes, Norske Folke og Huldreeventyrhafi haft sín áhrif á listamannin Mugg Júlíana Gottskálksdóttir og Ólafur Kvaran. (2011). Muggur skapaði sér sérstöðu sem fólgin voru í tökum hans á viðfangsefnum sínum og hvernig hann lagði rækt við teikninguna sem listform með færninni á að halda fjarlægð milli sín og viðfangsefnisins Júlíana Gottskálksdóttir og Ólafur Kvaran (2011).

Heimildir

Helga Dís Björgúlfsdóttir. (2021, 2.október). Muggur – Guðmundur Thorsteinsson 1891 -1924. Icelandictimes.com. MUGGUR – Guðmundur Thorsteinsson 1891–1924 – Icelandic Times

Jón Kr. Ólafsson. (1981, 5.september). Muggur. Morgunblaðið, bls.17. Morgunblaðið - 196. tölublað (05.09.1981) - Tímarit.is (timarit.is)

Júlíana Gottskálksdóttir og Ólafur Kvaran. (2011). Íslensk listasaga. Frá síðari hluta 19.aldar til upphafs 21.aldar, landslag, rómantík og symbólismi. Forlagið og Listasafn Íslands.

Listasafn Íslands. (2022). Muggur. Muggur | Listasafn Íslands

Pétur Bjarnason. (1991, 11.desember). Guðmundur Thorsteinsson – Muggur, 100 ár frá fæðingu hans. Ísfirðingur, bls.18. Ísfirðingur - 8. tölublað (11.12.1991) - Tímarit.is (timarit.is)

Ragnar Kjartansson (2021). Heimsækir leiði Muggs til að fá ráðleggingar fyrir sýningar.  Rás 1, Morgunvaktin

Muggur - Örbók

Muggur - Örbók

Örbók um Muggl til stuðnings í innlögn um listamanninn.

Mín skoðun er sú að því meira sem við vitum um listamenn tengjumst við þeim frekar.

Previous
Previous

Andy Warhol

Next
Next

Marlow Moss - Sturlaðar staðreyndir